DASSO BAMBUS

Bambus klæðningar og pallaefni er einstaklega harður viður og þar af leiðandi mjög endingargóður. Bambusinn vex hratt og er því nóg til af honum og er þetta því ein sú umhverfisvænasta klæðning sem völ er á. Þegar bambus er hogginn niður til efnisgerðar deyr plantan ekki eins og tré oftast gera. Hún heldur áfram að vaxa og ef eitthvað er þá batna gæði plöntunnar. Bambus tilbúinn til uppskeru eftir 4-6 ár, samanborið við allt að 100 ár fyrir harðviðartegundir. Bambus borðin eru eldþolin og mygla ekki. Notkun bambus sem hráefnis í húsklæðningar og gólfefni er spennandi nýjung í framleiðslu byggingarefna.

Bambus skapar tækifæri til að framleiða fjölbreytt úrval umhverfisvænna og slitsterkra lausna fyrir gólfefni, húsgögn og klæðningar. Bambus er bæði hagkvæmur og umhverfisvænn valkostur ef hann er borinn saman við hefðbundinn harðvið og harðparket. Bambus getur losað 35% meira súrefni en aðrar plöntur; það gegnir mikilvægu hlutverki í hreinsun loftsins og stöðugleika jarðar. Bambus er endurnýjanleg auðlind sem gleypir koltvísýring í miklu magni. Bambusinn frá Dasso sem við hjá Málmtækni bjóðum upp á er með bæði LEED og BREEAM vottun.

BAMBUS UTANHÚSS KLÆÐNINGAR

BAMBUS PALLAEFNI

AÐRAR BAMBUS VÖRUR

BAMBUS GÓLFEFNI

BAMBUS INNAHÚSS KLÆÐNINGAR

SÝNISHORN

Málmtækni býður upp á fjölbreytt úrval af bambus klæðningum, pallaefnum og öðrum vörum úr bambus og er hægt að koma við hjá okkur að Vagnhöfða 29 til að skoða sýnishorn af slíkum klæðningum, eða óska eftir að fá sýnishorn send í gegnum sala@mt.is