AUKAHLUTIR KLÆÐNINGA

Málmtækni selur og framleiðir alls kyns aukahluti til notkunar við utanhúss klæðningu bygginga. Þar má meðal annars nefna gluggalista, Siga öndunar- og rakavarnarlög, músanet, hnoð og skrúfur og ýmislegt fleira.

Það skiptir miklu máli að beita réttum aðferðum við uppsetningu undirkerfa, öndunar- og rakavarnarlaga.

Hér má sjá kennslumyndbönd um notkun á límum og límborðum frá SIKA

Hér má sjá kennslumyndbönd um notkun öndunar- og rakavarnarlaga frá SIGA

Hafðu samband við okkur í síma 580-4500 eða í gegnum sala@mt.is ef þig vantar ráðgjöf eða sýnishorn af aukahlutum klæðninga.

GLUGGALISTAR

Málmtækni framleiðir fjölbreytt úrval gluggaalista úr áli. Smellið hér til að skoða 3d módel af gluggalistum og aukahlutum fyrir undirkerfi klæðninga.

SIGA ÖNDUNAR- OG RAKAVARNARLAG

PLASTFLEYGAR

Málmtækni býður upp á fleyga úr frauðplasti sem notaðir eru til að beina vatni frá efri hluta glugga. Fleygarnir eru notaðir undir Siga fentrim is 2 borðana, utan á húsunum. Hafðu samband í síma 580-4500 eða í gegnum sala@mt.is ef þig vantar ráðgjöf eða sýnishorn af plastfleygum.

MÚSANET

Málmtækni hefur til sölu álgataplötur sem notaðar eru í músanet. Þær eru 1mm þykkar og í stærðinni 1500x3000mm með 5mm götum. Þær eru klipptar og beygðar eftir fjarlægð klæðningar frá vegg.

LITUÐ HNOÐ OG SKRÚFUR

Álhnoðin okkar eru svokölluð "bulb tide" hnoð sem renna upp líkt og banana hýði að aftan til að festa hnoðin. Þetta gera það að verkun að plötur hafa aukið svigrúm til smávægilegrar hreyfingar. Við bjóðum einnig upp á lítil álhnoð sem eru svokölluð blind hnoð.

OPNUNARTÍMI

Mánudagar-Fimmtudagar
08:00-17:00
Föstudagar
08:00-17:00
Helgar
Lokað