VÖRUKYNNINGAR

Málmtækni býður hönnuðum og framkvæmdaaðilum upp á vörukynningar og kennslustundir í meðhöndlun þeirra efna sem Málmtækni býður upp á.

Á vörukynningum sýnum við hvernig á að nota efni á verkstað. Við mætum á staðinn með ólík efni og förum yfir kosti og galla mismunandi efna og sýnum hvernig og hvar á að nota þau.

Þar má meðal annars nefna efni í kringum rakaþéttingar, efni fyrir undirkerfi klæðninga og efni fyrir mismunandi gerðir klæðninga. Farið er yfir kuldaleiðni, rakaþéttingu, hvaða efni skal nota í rakavarnarlögum og rétta efnisnotkun við frágang á rakasperrum.

AÐSTOÐ VIÐ HÖNNUN

Málmtækni vinnur með arkitektum og hönnuðum í að velja þau efni sem henta best hverju verkefni fyrir sig.

Smelltu hér til að kynna þér hvernig við getum aðstoðað þig við hönnun ýmiss konar úrlausna í utanhússklæðningum og undirkerfum.

SÝNISHORN

Í samstarfi við hönnuði, verkkaupa og verktaka kynnum við okkur fyrst hvers konar verkefni er um að ræða hverju sinni og mætum svo í framhaldinu með gott úrval sýnishorna af öllum þeim efnum sem við teljum að eigi við það verkefni sem um ræðir.

VÖRUBÆKLINGUR

HAFÐU SAMBAND

Hafðu samband við okkur í síma 580-4500 eða í gegnum sala@mt.is ef þig vantar ráðgjöf, sýnishorn eða ef þú vilt panta vörukynningu fyrir þitt fyrirtæki

ARKITEKTÚR

OPNUNARTÍMI

Mánudagar-Fimmtudagar
08:00-17:00
Föstudagar
08:00-16:00
Helgar
Lokað