Leit
Innskaning
Notandanafn
Lykilor­

Um MßlmtŠkni

Saga Málmtækni HF
 
Málmtækni HF var stofnað árið 1970 og í 40 ár hefur Málmtækni verið í málmiðnaði. Málmtækni er einn helsti innflutningsaðili á stáli, áli og iðnaðar plasti á Íslandi. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri í viðskiptum sem traustur birgi bæði á innlendum sem og erlendum vettvangi.
 
Málmtækni hóf rekstur sem verktaki fyrir orkufyrirtæki og einnig í smíðum á olíu tönkum og kassabílum. Þegar gaus í Vestmannaeyjum árið 1972, fór Málmtækni með allan sinn starfskraft til eyja með það verkefni að bjarga sem mestri byggð með því að dæla sjó til að kæla hraunið. Árin eftir það vann fyrirtækið við jarðboranir í leit að heitu vatni fyrir Orkuveituna um allt Ísland.
 
Í dag hefur Málmtækni unnið sér inn traust viðskiptavina sem áreiðanlegur heildsali og boðið efni frá fyrirtækjum eins og ThyssenKrupp (Þýskaland), Astrup (Noregi), Centroplast (Þýskaland) og mun fleiri. Efnið sem Málmtækni flytur inn er rekjanlegt með gæðavottorði frá framleiðendum efnana þar sem gæði eru forsenda fyrir sölu.
 
Undanfarin ár hefur Málmtækni aukið fjölbreytni í vöruúrvali og hafið samstarf við Inoxpa sem er einn að leiðandi framleiðendum í iðnaðar fittings og dælum fyrir matvælaiðnað. Einnig flytur Málmtækni inn loftsíur frá Volz sem er einn stærsti framleiðandi á síum í evrópu.
 
 
Fyrirtækið er til heimilis að Vagnhöfða 29 Reykjavík, og eru starfsmenn 11.
 
Meginverkefni okkar er efnissala með málma, plastefni, loftsíur og skyldar vörur.
 
Aðaláherslan er lögð á innflutning á plötum, prófílum og stangarefni.
 
Helstu efnisflokkar eru ál, ryðfrítt stál, stál, plast, kopar og messing.
 
Málmtækni hf. er með einn stærsta lager á Íslandi af skyldum vörum, þar sem þjónusta við viðskiptavini okkar er helsta markmiðið !
 
Við gerum tilboð í stærri efniskaup.
 
Klippur, beygjuvél, borðsög og sagir á staðnum til niðurefnunar.
 
Fáið upplýsingar um aðrar stærðir og gerðir.
 
Fyrirtækið er:
 
Málmtækni hf
Vagnhöfða 29
110 Reykjavík
kt. 510570-0579
 
Slóð til þess að panta efni : sala@mt.is 
 
Slóð vegna fyrirspurna : mt@mt.is
 
Gengi gjaldmi­la
NŠ ekki samband vi­ ■jˇn
K÷nnun
Selur MßlmtŠkni Bandsagarbl÷­ ?

Veit ekki
Jˇlasveinninn
Au­vita­
Tollagengi
Mynt Gengi
CHF 144.2
DKK 21.982
EUR 163.73
GBP 187.1
JPY 1.4775
NOK 20.893
USD 113.45